Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 18. janúar 2023 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ánægður með hugarfarsbreytinguna hjá Garnacho
Mynd: Getty Images

Alejandro Garnacho 18 ára gamall vængmaður Manchester United hefur komið sterkur inn í liðið á þessari leiktíð.


Erik ten Hag stjóri liðsins var þó alls ekki ánægður með hugarfarið hans í sumar og neitaði því að spila honum í upphafi tímabils en hann var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í 5. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar gegn Sheriff.

Ten Hag hrósaði honum á fréttamannafundi fyrir leik liðsins gegn Crystal Palace í kvöld fyrir hugarfarsbreytingu.

„Hann hefur lært síðustu mánuði hvernig á að spila í liði, hvernig á að lifa, hvernig á að gera réttu hlutina, hvernig á að vera með rétt hugarfar á æfingum og maður sér hvernig hann er sem liðsmaður og með einstaklingshæfileikana sem geta gert gæfumuninn," sagði Ten Hag.

„Þróuninni er ekki lokið, hann á mikið inni. Mikið rými fyrir bætingar en hann getur þegar hjálpað til og ég er mjög ánægður. Það er bónus að geta bætt við ungum leikmönnum sem koma ekki bara inn í hópinn heldur í liðið og það er partur af okkar stefnu."


Athugasemdir
banner
banner
banner