Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 18. janúar 2023 14:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Conte vill sjá breytingu á Englandi - „Þetta er öðruvísi á Ítalíu"
Mynd: EPA

Antonio Conte er orðinn þreyttur á því að mæta á fréttamannafundi fyrir og eftir hvern einasta leik en hann vill sjá breytingu á fyrirkomulagi á fundunum á Englandi.


Tottenham hefur aðeins unnið tvo af síðustu sex leikjum sínum í deildinni og féll úr leik í enska deildabikarnum eftir tap gegn Nottingham Forest.

Conte er orðinn þreyttur á því að svara alltaf sömu spurningum um hvað má fara betur hjá félaginu.

„Það er slæmur ávani á Englandi að þjálfarinn komi bara til að tala. Ég hef aldrei séð læknateymið koma hingað og útskýra af hverju leikmaður á í erfiðleikum með að jafna sig og heldur ekki séð forráðamenn koma og útskýra sýn félagsins," sagði Conte.

„Í kringum hvern einasta leik á Ítalíu kemur einstaklingur frá félaginu og svarar spurningum fréttamanna. Það væri betra því það er aðeins eitt andlit sem útskýrir hlutina hér. Þetta er ávani og ég virði það en þetta er öðruvísi á Ítalíu."

Hann segir enn fremur að það sé erfitt að mæta fyrir framan fjölmiðla svona mikið því þeir eigi auðvelt með að misskilja hlutina.

„Stundum kemur upp misskilningur þegar þjálfarinn talar bara. Það yrði gott að hafa forráða menn á staðnum til að tala, kannski á fimmtán daga fresti eða mánaðar fresti."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner