Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. janúar 2023 22:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Sturlað mark úr aukaspyrnu tryggði Palace stig
Geggjað mark hjá Olise
Geggjað mark hjá Olise
Mynd: Getty Images
Crystal Palace 1 - 1 Manchester Utd
0-1 Bruno Fernandes ('44 )
1-1 Michael Olise ('90 )

Crystal Palace og Manchester United skildu jöfn á Selhurst Park í mögnuðum leik.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð rólegur en undir lok leiksins átti David de Gea stórkostlega markvörslu þegar hann varði skot frá Odsonne Edouard í slána og yfir.

Örfáum mínútum síðar komst United yfir þegar Christian Eriksen lagði boltann á Bruno Fernandes sem skoraði með fínu skoti inn á teignum.

Scott McTominay kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik fyrir Wout Weghorst sem náði ekki að setja mark sitt á leikinn í sínum fyrsta leik fyrir félagið.

Stuttu síðar féll McTominay í teignum eftir viðskipti við Chris Richards. VAR dómararnir voru fljótir að taka ákvörðun og dæmdu ekkert við litla hrifningu United manna.

Casemiro fékk gult spjald þegar 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og verður í banni í lokaleik helgarinnar þegar United heimsækir Arsenal í stórleik.

Palace fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn í uppbótartíma og Michael Olise tók skotið og skoraði, sláin inn.

Wilfried Zaha hefði getað stolið öllum stigunum þegar hann komst einn í gegn á síðustu sekúndum leiksins en Aaron Wan-Bissaka náði að komast fyrir og bjarga stigi fyrir United.

Markið hjá Olise


Athugasemdir
banner
banner