Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 18. janúar 2023 16:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Fylkir ekki að missa sig á markaðnum - „Við erum bara fínir"
Fylkir fór með sigur af hólmi í Lengjudeildinni síðasta sumar.
Fylkir fór með sigur af hólmi í Lengjudeildinni síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll er ánægður með sinn hóp.
Rúnar Páll er ánægður með sinn hóp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður fróðlegt að fylgjast með Fylki í Bestu deildinni.
Það verður fróðlegt að fylgjast með Fylki í Bestu deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum ekki að leita. Við erum bara fínir," segir Rúnar Páll SIgmundsson, þjálfari Fylkis, í samtali við Fótbolta.net.

Fylkir vann sér inn sæti í Bestu deildinni fyrir komandi leiktíð með sigri í Lengjudeildinni síðasta sumar.

Fylkir hefur bætt við sig fjórum leikmönnum til þessa og Rúnar Páll býst ekki við því að mikið muni bætast við hópinn, ef eitthvað.

„Við erum ekki búnir að loka hópnum, við erum bara fínir. Ef eitthvað kemur upp á, þá skoðum við það. Annars erum við bara góðir."

Pétur Bjarnason var fenginn frá Vestra í vetur. Verður hann sóknarmaður númer eitt í Árbænum?

„Pétur er einn af okkar aðalsóknarmönnum, einn af þeim. Við getum stillt upp ágætis sóknarlínu. Við erum bara fínir. Við erum með góðan hóp af ungum og flottum strákum."

„Eins og staðan er núna þá erum við bara góðir. Þetta er geggjaður hópur, alveg frábær. Það gekk vel fyrir áramót og við æfðum vel. Það hefur gengið fínt í janúar og við erum á fínu róli. Þetta er framhald af því sem við vorum að gera í fyrra. Við erum með skemmtilega stráka og öfluga liðsheild."

Tíunda sætið í ótímabærri spá
Í útvarpsþættinum Fótbolta.net um síðustu helgi var fyrsta ótímabæra spáin fyrir Bestu deildina opinberuð, en þar var Fylkir í tíunda sæti.

„Nú var það? Geggjað," sagði Rúnar þegar hann var spurður út í viðbrögð sín við því.

„Er ég ánægður með það? Mér er alveg sama. Þetta er bara til gamans gert. Ef einhverjir snillingar spá því að við endum í tíunda sæti, þá er það bara flott. Ég er ekkert að pirra mig á því, svekkja mig á því eða er eitthvað ánægður með það. Það er bara gaman að þessu. Ég er ekkert að velta því fyrir mér hvað öðrum finnst."

Ætlar Fylkir ofar en það í sumar?

„Við verðum að sjá hvernig gengur í vetur þegar við spilum á móti liðum í þessari deild. Við þurfum að sjá hvernig það fer. Það kemur í ljós í vor hvernig við setjum upp okkar markmið."

„Við erum með frábæran leikmannahóp, unga og viljuga stráka, frábært þjálfarateymi, frábært teymi í kringum liðið. Við erum fínir. Við getum unnið öll liðin í þessari deild og líka tapað á móti þeim öllum. Það er eins og það er."

Fylkir

Komnir
Elís Rafn Björnsson frá Stjörnunni
Emil Ásmundsson frá KR
Jón Ívan Rivine frá Gróttu
Pétur Bjarnason frá Vestra

Farnir
Ásgeir Börkur Ásgeirsson í ÍR
Athugasemdir
banner
banner