Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 18. janúar 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola skólinn er greinilega mjög öflugur
Arteta og Guardiola.
Arteta og Guardiola.
Mynd: Getty Images
Það er greinilega gott fyrir þjálfara að fá að læra af Spánverjanum Pep Guardiola.

Guardiola er einn sigursælasti þjálfari samtímans en hann hefur gert magnaða hluti á sínum stjóraferli. Hann hefur stýrt Barcelona, Bayern München og Manchester City.

Guardiola er í dag hjá City en lið hans er núna í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Á toppnum er fyrrum aðstoðarþjálfari Guardiola, Mikel Arteta. Hann hefur verið að gera virkilega flotta hluti með lið Arsenal eftir að hann hætti sem aðstoðarstjóri Man City og er núna með Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Hann er hins vegar ekki eini þjálfarinn sem er með lið sitt á toppnum í sterkri deildarkeppni eftir að hafa fengið góðan skóla hjá Guardiola.

Xavi og Vincent Kompany, sem léku báðir undir stjórn Guardiola, eru á toppnum í sínum deildum. Xavi stýrir Barcelona og er liðið á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar. Þá stýrir Kompany núna Burnley sem er á toppnum í ensku Championship-deildinni.


Athugasemdir
banner