Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 18. janúar 2023 21:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalski Ofurbikarinn: Inter ekki í neinum vandræðum með Milan
Edin Dzeko skoraði
Edin Dzeko skoraði
Mynd: EPA

AC Milan 0-3 Inter
Mörk Inter: Federico Dimarco, Edin Dzeko og Lautaro Martinez.


Inter Milan lagði AC Milan í grannaslag í ítalska Ofurbikarnum í kvöld.

Stór nöfn voru fjarverandi í báðum liðum. Mike Maignan, Zlatan Ibrahimovic, Alessandro Florenzi, Rade Krunic og Fode Ballo-Toure voru ekki með Milan í dag en Simon Kjær snéri þó aftur í vörnina.

Hjá Inter vantaði Marcelo Brozovic and Samir Handanovic og þá komst Romelu Lukaku aðeins á bekkinn.

Leikurinn fór fram í Sádí-Arabíu en það var Federico Dimarco sem kom Inter yfir snemma leiks.

Edin Dzeko tvöfaldaði forystuna með glæsilegu skoti og þannig var staðan í hálfleik.

Lautaro Martinez negldi svo síðasta naglann í kistu Milan sem var með fá svör og náði lítið að ógna Inter.


Athugasemdir
banner
banner
banner