Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 18. janúar 2023 10:09
Elvar Geir Magnússon
Man Utd vill Osimhen eða Ramos til að fylla skarð Ronaldo
Mynd: Getty Images
Victor Osimhen og Goncalo Ramos eru meðal framherja sem Manchester United skoðar fyrir sumargluggann. Félagið fékk Wout Weghorst lánaðan frá Burnley sem tímabundna lausn eftir að Cristiano Ronaldo fór og hyggst kaupa sóknarmann í sumar.

United þyrfti þó væntanlega að borga yfir 100 milljónir punda fyrir Osimhen eða Ramos.

Osimhen hefur spilað lykilhlutverk í árangri Napoli á þessu tímabili en þessi 24 ára Nígeríumaður er markahæstur í ítölsku A-deildinni með tólf mörk. Napoli er með níu stiga forystu á toppnum.

Osimhen hyggst hjálpa Napoli að vinna sinn fyrsta Ítalíumeistaratitilin síðan 1990 áður en hann ræðir framtíð sína. Talið er að Napoli muni vilja um 130 milljónir punda fyrir hann.

Ramos er 21 árs og skaust á stjörnuhimininn með því að skora þrennu fyrir portúgalska landsliðið gegn Sviss á HM. Benfica er tilbúið að gefa honum launahækkun sem verðlaun fyrir frammistöðuna að undanförnu.

United gæti fengið samkeppni frá Newcastle og Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain um Ramos sem hefur skorað 17 mörk í 26 leikjum fyrir Benfica í öllum keppnum á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner