Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. janúar 2023 12:00
Elvar Geir Magnússon
„Partey ekki nægilega góður til að gera það sem Casemiro gerir“
Ef Casemiro fær gult spjald gegn Crystal Palace í kvöld þá verður hann í banni gegn Arsenal á sunnudaginn.
Ef Casemiro fær gult spjald gegn Crystal Palace í kvöld þá verður hann í banni gegn Arsenal á sunnudaginn.
Mynd: Getty Images
Thomas Partey.
Thomas Partey.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand segir að ekki sé samanburðarhæft að bera saman Casemiro, miðjumann Manchester United, og Thomas Partey, miðjumann Arsenal. Ferdinand segir að Casemiro sé einfaldlega miklu betri en Partey.

Arsenal mætir Manchester United á Emirates á sunnudag en Casemiro og Partey hafa báðir verið gríðarlega mikilvægir fyrir sín lið.

„Þegar rætt er um mikilvægi þeirra fyrir sín lið, þá er hægt að rökstyðja að baráttan sé jöfn. En ef þú berð þá saman og skoðar tölfræðina þá sópar Casemiro þeirri baráttu," segir Ferdinand, sem er fyrrum varnarmaður United, í hlaðvarpsþætti sínum.

Ferdinand telur að Partey hefði ekki skilað sambærilegu starfi á miðju United og Casemiro hefur gert.

„Alls ekki. Ég tel að Partey sé ekki nægilega góður varnarlega til að gera það sem Casemiro er að gera. Ég held að hann hefði ekki haft sömu áhrif varnarlega," segir Ferdinand sem hrósar þó Partey.

„Með boltann er Partey að gera meira. Hann stýrir spilinu hjá Arsenal. Sendingagetan hans hefur verið mögnuð."

Samkvæmt Opta hefur Casemiro skapað fleiri tækifæri og átt fleiri tæklingar en Partey. En Partey hefur unnið boltann 116 sinnum, oftar en Casemiro. Þá er hann með meiri nákvæmni í sendingum.

Casemiro gekk í raðir Man United frá Real Madrid í sumar. Hann hefur átt fimm stoðsendingar og tvö mörk í 27 leikjum fyrir Rauðu djöflana á þessu tímabili.

Partey hefur haft mikil áhrif á Arsenal sem er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með átta stiga forystu.

Ef Casemiro fær gult spjald gegn Crystal Palace í kvöld þá verður hann í banni gegn Arsenal á sunnudaginn.
Enski boltinn - London er rauð og það er Manchester líka
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 33 23 5 5 77 26 +51 74
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner