Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. janúar 2023 11:00
Elvar Geir Magnússon
PSG fær 1,5 milljarð króna fyrir að taka æfingaleik við Ronaldo og félaga
Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG.
Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Paris Saint-Germain fær rúmlega 1,5 milljarð íslenskra króna (8,8 milljónir punda) fyrir að taka æfingaleik við úrvalslið Sádi-arabísku deildarinnar samkvæmt fréttum.

Umræddur leikur fer fram á morgun og hefur mikið verið fjallað um þátttöku Cristiano Ronaldo sem gekk í raðir Al-Nassr í síðasta mánuði. Ronaldo og Lionel Messi munu mögulega mætast í síðasta sinn.

PSG tapaði 325 milljónum punda á síðasta tímabili og þessi peningur frá Sádunum því kærkominn.

Ronaldo verður fyrirliði úrvalsliðsins á morgun en það er skipað leikmönnum frá Al-Nassr og Al-Hilal. Þetta verður fyrsti leikur Portúgalans síðan hann kom til Sádi-Arabíu.

Einn viðskiptamaður frá Sádi-Arabíu borgaði 2,2 milljónir punda fyrir sérstakan 'gullmiða' á leikinn en hann fær óskertan aðgang að öllu á leikvangnum og fær meira að segja að heilsa upp á þá Ronaldo og Messi.
Athugasemdir
banner
banner