mið 18. janúar 2023 11:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rapinoe stendur með Söru - „Reikningsdæmi sem gengur ekki upp"
Megan Rapinoe.
Megan Rapinoe.
Mynd: Getty Images
Bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe hefur látið franska félagið Lyon heyra það fyrir það framkomu félagsins í garð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, fyrrum landsliðsfyrirliða Íslands.

Lyon er með mjög sterka ímynd í kvennaboltanum og hefur verið rætt og skrifað um að umgjörðin í kringum liðið sé frábær.

En meðferðin sem Sara varð fyrir á meðan hún var ólétt var í raun til skammar.

Rapinoe er fyrrum leikmaður Lyon en hún er mjög ósátt við það hvernig félagið hefur komið fram.

„Þetta er til háborinnar skammar hjá Lyon," skrifar Rapinoe og segir að kúltúrinn hjá félaginu eigi enn langt í land.

„Þið elskið að tala um stuðning ykkar við konur, en þetta er reikningsdæmi sem gengur ekki upp. Ég hvet ykkur til að vera félagið sem er alltaf að styðja við bakið á konum en ekki vera félagið sem gerði það einu sinni."

Hér fyrir neðan má sjá tístið frá Rapino sem er ein áhrifamesta fótboltakona í heiminum.


Athugasemdir
banner
banner
banner