Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. janúar 2023 18:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stuðningsmenn Arsenal sakaðir um gyðingahatur - „Á ekkert erindi í fótbolta"
Mynd: EPA

Arsenal hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfarið á því að félaginu bárust kvartanir vegna hegðunnar stuðningsmanna liðsins í kringum Lundúnarslaginn gegn Tottenham um síðustu helgi.


Um er að ræða tvö atvik þar sem stuðningsmenn Arsenal eru sakaðir um gyðingahatur.

„Við gerum okkur grein fyrir því hvaða áhrif þessi hegðun hefur á marga stuðningsmenn okkar sem eru gyðingar og aðra og fordæmum notkun slíks tungumáls, sem á ekkert erindi í fótbolta eða samfélaginu," segir í yfirlýsingu Arsenal.

„Arsenal verður að vera öruggt umhverfi fyrir alla og við viljum hafa það á hreinu að hvers kyns mismunun er ekki velkomin í félagið okkar. Við munum ekki líða fyrir svona hegðun og munum grípa til harðra aðgerða gegn öllum stuðningsmönnum sem við sjáum að beri ábyrgð á slíkum gjörðum. Allir sem félagið góma munu fá langt bann frá félaginu og upplýsingar þeirra verða sendar til lögreglu til að hefja málsmeðferð."

Að lokum biðlar félagið til fólks að hika ekki við að tilkynna alla mismunun sem fólk verður vitni að.


Athugasemdir
banner
banner
banner