Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 18. janúar 2023 15:55
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn Man Utd spenntir fyrir Ratcliffe
Sir Jim Ratcliffe.
Sir Jim Ratcliffe.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Breski auðkýfingurinn Sir Jim Ratcliffe staðfesti í gær að hann muni reyna að kaupa Manchester United. Langflestir stuðningsmenn United fagna þessum tíðindum, þó einhverjir efist um að hann geti komið félaginu lengra.

Ratcliffe er 70 ára og hefur alla tíð verið stuðningsmaður Manchester United. Hann er ríkasti einstaklingur Bretlandseyja og efnarisann Ineos.

Hann reyndi að kaupa Chelsea á síðasta ári og þarf væntanlega að setja saman um 5 milljarða punda tilboð til að fá Manchester United úr höndum Glazer bræðra.

„Við fögnum áhuga Sir Jim Ratcliffe og hlökkum til að vita meira um hugmyndir hans og áætlanir," segir Chris Rumfitt hjá Manchester United's Supporters' Trust stuðningsmannafélaginu.

„Við viljum að það sé ekki fleiri skuldum hlaðið á félagið og það séu áætlanir um að koma United aftur á toppinn. Við gerum okkur grein fyrir því að úrvalsdeildin er alþjóðleg miðstöð og alþjóðleg deild og það sést þegar skoðað er hvaðan eigendurnir koma. Að því sögðu þá vilja stuðningsmenn flestra félaga að það sé heimamaður sem hefur gert það gott sem sé að fjárfesta í félaginu þeirra."

Verstu eigendur fótboltasögunnar
Vinsældir Glazer fjölskyldunnar í Manchester hafa ekki verið miklar síðan hún keypti félagið 2005. Skuldir hafa hlaðist á félagið í þeirra eigendatíð.

„Að fara úr Glazerunum, sem eru bókstaflega verstu eigendur fótboltasögunnar, yfir í Sir Jim Ratcliffe em er stuðningsmaður United yrði það ljóðræna réttlæti sem Manchester United á skilið," skrifaði einn stuðningsmaður á Twitter.

Sir Jim Ratcliffe er eigandi franska fótboltafélagsins Nice. Eftir að hann eignaðist félagið hefur árangur liðsins ekki verið að óskum og er nú í leit að sínum fimmta stjóra í hans eigandatíð. Hann keypti félagið 2019.

Ratcliffe er fyrstur til að staðfesta áform sín um að reyna að kaupa Manchester United, síðan Glazer bræður tilkynntu að þeir væru tilbúnir að hlusta á tilboð í félagið. Sögusagnir hafa verið um áhuga fjárfesta frá Dúbaí og frá Bandaríkjunum.

Söluferli Manchester United er í höndum The Raine Group, bandaríska bankans sem sá einnig um söluna á Chelsea. Bankinn vill fá formleg tilboð í næsta mánuði og ferlinu öllu gæti verið lokið áður en tímabilið er á enda.
Athugasemdir
banner
banner