Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 18. febrúar 2017 12:48
Arnar Geir Halldórsson
Lengjubikarinn: Skagamenn unnu Vesturlandsslaginn
Ragnar Már Lárusson kom inn af bekknum og tryggði ÍA sigur
Ragnar Már Lárusson kom inn af bekknum og tryggði ÍA sigur
Mynd: Úr einkasafni
ÍA 3-2 Víkingur Ó.
1-0 Hallur Flosason (´3)
1-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (´49)
1-2 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (´60)
2-2 Hafþór Pétursson (´80)
3-2 Ragnar Már Lárusson (´84)
Markaskorarar af Úrslit.net.

Skagamenn unnu dramatískan sigur á Víkingi Ólafsvík í fyrsta leik dagsins í Lengjubikarnum. Leikið var í Akraneshöllinni.

Hallur Flosason opnaði leikinn með marki strax á þriðju mínútu en fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik.

Fjörið byrjaði snemma í síðari hálfleik því Guðmundur Steinn Hafsteinsson jafnaði fyrir Ólafsvíkinga á 49.mínútu og kom þeim svo í forystu skömmu síðar. Skagamenn gáfust hinsvegar ekki upp því tvö mörk á síðustu tíu mínútum leiksins færðu þeim sigur.

Þess má til gamans geta að allir 18 í leikmannahópi ÍA í dag eru uppaldir hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner