Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. mars 2019 18:04
Elvar Geir Magnússon
Peralada, Katalóníu
Æft í sterkri hrossataðslykt - Stór hluti hópsins hvíldi
Icelandair
Frá æfingasvæðinu í Peralada í dag.
Frá æfingasvæðinu í Peralada í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta æfing íslenska landsliðsins í Peralada er að baki en hér fer undirbúningurinn fyrir komandi leik gegn Andorra að mestu leyti fram.

Æfingin í dag var alveg opin fyrir fjölmiðla en þar mátti meðal annars sjá nýjan styrktar- og þolþjálfara liðsins, Englendinginn Tom Joel, að störfum.

Þeir leikmenn sem voru að keppa í gær eða eru með smávægileg meiðsli voru ekki með á æfingunni. Alls vantaði átta leikmenn, þar á meðal Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfa Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason.

Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson tók þátt á æfingunni í dag og virkaði ferskur.

Æft var á heimavelli CF Peralada en liðið leikur í spænsku C-deildinni og er venslafélag Girona. Það var fínt veður á æfingunni, sól og smá gola og um allt svæðið sveimaði sterk hrossataðslykt frá túninu við hliðina á.

Æft verður klukkan 11:00 á morgun og má þá búast við því að allur hópurinn taki þátt í æfingunni.

Meðfylgjandi eru myndir sem Hafliði Breiðfjörð tók á æfingu dagsins og hér að neðan er myndband frá æfingunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner