Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. mars 2019 07:30
Arnar Helgi Magnússon
Arsenal sett sig í samband við föður Valencia
Mynd: Getty Images
Antonio Valencia er á leiðinni burt frá Manchester United í sumar en samningur hans við félagið rennur þá út.

Luis Valencia, faðir og umboðsmaður leikmannsins, segir að nokkur félög hafi nú þegar sett sig í samband við sig varðandi Valencia.

„Arsenal, West Ham, Inter Milan og eitt kínverskt félag hafa öll lýst yfir áhuga. Þetta er hins vegar fótbolti og það getur allt breyst á mjög stuttum tíma. Hann vill taka sér tíma í að velja og velja rétt," segir Luis Valencia.

Arsenal gæti verið í leit að hægri bakverði eftir að Hector Bellerin meiddist í janúar en hann verður ekki klár fyrr en í fyrsta lagi í byrjun næsta tímabils. Stephan Lichsteiner rennur út á samning í sumar.

„Hann vill breytingu og Manchester United hefur gefið það út að þeir ætli ekki að framlengja við hann svo að hann er á förum. Þetta er eins og allt annað í lífinu, allt tekur þetta enda," segir faðir Valencia að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner