Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. mars 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Baldur Sig: Þið megið hafa áhyggjur en við höfum þær ekki
Baldur Sigurðsson leikmaður Stjörnunnar.
Baldur Sigurðsson leikmaður Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Sigurðsson leikmaður Stjörnunnar var tekinn inn í úrvalslið áratugarins í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn.

Liðið er valið í tilefni af tíu ára afmæli þáttarins á X977 og samanstendur af leikmönnum í efstu deild 2009-2019.

Í þættinum var Baldur fenginn í viðtal og var spurður út í gengi Stjörnunnar á undirbúningstímabilinu sem oft hefur verið betra. Stórt tap gegn ÍA, tap gegn Inkasso liði Þórs og jafntefli gegn Leikni R. sem leikur einnig í Inkasso-deildinni.

„Ég ætla reyna orða þetta þannig að þetta hljómar ekki sem einhver klisja. Við vitum hvar við erum staddir... og þetta fer beint út í klisjurnar. Við höfum ekki áhyggjur þó svo að sigrarnir séu ekki að koma núna, það er vissulega miklu skemmtilegra að vinna leiki."

„Við erum með mjög stóran hóp og við höfum verið nokkuð skynsamir og höfum ekki verið að spila alltaf á sterkasta liðinu til að ná í úrslit. Það er verið að dreifa álaginu og leyfa öllum að spila. Ef mann eru tæpir þá er ekki verið að spila á þeim," sagði Baldur sem segir þetta ekki vera neinar afsakanir.

„Úrslitin hafa ekki verið nægilega góð en við erum á okkar plani. Það er sumarið sem skiptir máli. Það verður enginn að hugsa um þessa leiki þegar sumarið er komið og árið gert upp. Svo lengi sem þér líður vel og þú fylgir skipulaginu sem þjálfarinn setur upp, bæði varðandi þolæfingar og taktík þá snýst þetta um að vera klár í vor og að sjálfsögðu verðum við klárir þá. Ekki hafa áhyggjur. Þið megið hafa áhyggjur en við höfum þær ekki," sagði Baldur.

Fyrsti leikur Stjörnunnar í Pepsi-Max deildinni verður gegn KR en Stjarnan tapaði báðum leikjunum gegn KR í deildinni síðasta sumar.

Viðtalið við Baldur má hlusta á, í heild sinni hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner