Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. mars 2019 16:30
Arnar Daði Arnarsson
Bjössi Hreiðars vill sjá Ara Frey á vinstri kantinum
Icelandair
Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals.
Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjössi vill sjá Ara á vinstri kantinum.
Bjössi vill sjá Ara á vinstri kantinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð ætti að vera klár á föstudaginn.
Alfreð ætti að vera klár á föstudaginn.
Mynd: Getty Images
Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals í Pepsi Max deildinni var í spjalli hjá strákunum í útpvarsþætti Fótbolta.net sem er á X-inu alla laugardaga frá 12-14.

Í þættinum á laugardaginn var verið að hita upp fyrir landsleik Íslands og Andorra sem fram fer í Andorra á föstudaginn. Fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópumótsins.

Erfitt að fara til Andorra
„Fílingurinn er sá að við verðum að vinna þennan leik ef við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli. Það verður hinsvegar ekkert létt að fara til Andorra. Ég kannast við það frá því síðasta sumar," sagði Sigurbjörn en hann var spurður út í það, hvernig tilfinningu hann hefði fyrir leiknum.

Sigurbjörn fór síðasta sumar til Andorra ásamt Val í Evrópukeppninni þegar Valur mætti Santa Coloma. Þar unnu Santa Coloma fyrri leikinn 1-0 en Valur hafði betur í seinni leiknum í Reykjavík 3-0.

„Reyndar eru þeir á öðrum velli því það hefði ekki verið boðlegt að spila á sama velli og við spiluðum á. Andorra hefur verið að ná góðum úrslitum á heimavelli. Þeir hafa reyndar ekkert verið að spila við Brasilíu og svoleiðis þjóðir en þeir hafa verið að ná ágætis úrslitum."

„Þeir pakka í vörn og eru verulega leiðinlegt lið til að spila á móti. Það er ekkert endilega rosalega létt að eiga við þannig lið. Við erum ekki vanir að stjórna leikjum eins og við eigum pottþétt eftir að gera í þessum leik," sagði Sigurbjörn sem hefur fulla trú á landsliðinu á föstudaginn. Hann hefur góða tilfinningu fyrir leiknum og býst við sigri.

Sóknarmennirnir ekkert á eldi
Fáir sóknarmenn eru í landsliðshópi Íslands fyrir leikina gegn Andorra og Frakklandi í fyrstu leikjum liðsins í undankeppninni.

„Það væri gaman að vera með heita framherja í þessum leik, þar sem við eigum eftir að stjórna ferðinni. Við erum ekki endilega með það núna. Menn eru ekkert á eldi en við leysum þetta alltaf með þessum leikmönnum."

„Síðan er það Frakkaleikurinn eftir það. Þá verður allt önnur leikmynd. Vonandi verður Alfreð með, þá verður þetta ekkert mál."

Sigurbjörn segir að það sé aðeins eitt sem skiptir mestu máli í leiknum gegn Andorra. Það er að vinna leikinn.

„Það er númer eitt, tvö og þrjú. Miðað við mína reynslu í Andorra þá eru þeir að fara gera þetta það leiðinlegt fyrir okkur að það hálfa væri nóg. Við erum að fara spila á skráfa þurru gervigrasi og það verður ekkert tempó á boltanum ef hann er spilaður með jörðinni."

Þurfum snjalla leikmenn gegn Andorra
Sigurbjörn segist vilja sjá Ara Frey Skúlason leikmann Lokeren í Belgíu á vinstri kantinum í leiknum gegn Andorra. Hörð Björgvin Magnússon í vinstri bakverðinum. Aron Einar og Birki Bjarnason á miðjunni. Gylfa í holunni og Jóhann Berg hægra megin með Alfreð Finnbogason fremstan.

„Ari er það góður í fótbolta að hann nýtist svo vel. Ég hef enga trú á að þetta verði einhver leikur þar sem þeri eru eins og vængjahurð. Þeir verða bara í vörn og við þurfum leikmenn sem eru góðir í fótbolta til að komast í gegn og við þurfum snjalla leikmenn í það. Ég held að Ari gæti nýst vel í þessum leik framar á vellinum."

Landsliðsumræðuna í útvarpsþættinum má hlusta á hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner