Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. mars 2019 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Fær Diego aldrei séns aftur með landsliðinu?
Icelandair
Diego í landsleik með Íslandi gegn Katar.
Diego í landsleik með Íslandi gegn Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson ræðir við Diego á æfingu með landsliðinu árið 2017.
Heimir Hallgrímsson ræðir við Diego á æfingu með landsliðinu árið 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvar er Diego Jóhannesson í íslenska landsliðshópnum, spyrja sig eflaust margir.

Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður hjá Vísi og Stöð2Sport gerði það að minnsta kosti í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardaginn þegar landsliðshópurinn sem Erik Hamrén valdi í síðustu viku var til umræðu.

Landsliðið mætir Andorra og Frakklandi í fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM á næstu dögum. Í þeim hópi er aðeins einn hreinræktaður hægri bakvörður, Birkir Már Sævarsson.

„Fær Diego aldrei séns aftur eftir að hafa verið lélegur í einum leik gegn Katar í einhverjum rusl vináttulandsleik. Þar sem hann var að spila hægra megin með Rúrik Gíslasyni sem var jafn lélegur," spyr Tómas Þór í útvarpsþættinum og hélt áfram að velta því fyrir sér afhverju hann fær ekki tækifæri með landsliðinu.

„Hann er hægri bakvörður sem spilar í næst efstu deild á Spáni. Er hann gjörsamlega dáinn í þessu?"

Diego hefur leikið 28 leiki í spænsku B-deildinni af 30 leikjum Real Oviedo en liðið er í 8. sæti deildarinnar í harðri baráttu um að komast í umspil um laust sæti í La Liga.

„Ég veit að þessi leikur gegn Katar var Katar(strófa). Hann var ömurlegur. Hann spilar nánast hvern einasta leik með félagsliði sínu í spænsku B-deildinni. Hann er búinn að vera bera fyrirliðabandið og þeir eru að spila vel."

Diego er 25 ára og allan sinn feril leikið á Spáni. Hann á þrjá landsleiki að baki. Þann fyrsta í janúar 2016 og svo lék hann tvo landsleiki í nóvember 2017.

„Ég veit ekki einu sinni hvort það sé búið að vera tala við hann. Er verið að halda honum heitum? Er verið að segja honum að halda áfram að læra íslensku eða ensku."

„Hvernig getur verið að gjaldgengur íslenskur landsliðsmaður sem spilar í B-deildinni á Spáni sé ekki á kortinu hjá íslenska landsliðinu. Það hlýtur að vera eitthvað svar við því. Ég vona að það sé eitthvað betra svar en bara það að hann hafi spilað illa í leik gegn Katar," sagði Tómas Þór og bætti síðan við í lokin að Diego væri á besta aldri.

Landsliðsumræðuna í útvarpsþættinum má hlusta á hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner