Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. mars 2019 13:18
Ívan Guðjón Baldursson
Hudson-Odoi varð fyrir kynþáttaníð í Kænugarði
Mynd: Getty Images
Callum Hudson-Odoi varð fyrir kynþáttaníð er Chelsea rúllaði yfir Dynamo Kiev í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Chelsea hafði unnið fyrri leikinn 3-0 heima og þurfti útivallarmark til að koma sér í góða stöðu í Kænugarði.

Útivallarmarkið var ekki lengi að koma og því fylgdu fleiri mörk sem endaði á 0-5 sigri. Hinn ungi Hudson-Odoi skoraði og lagði upp í leiknum.

„Við staðfestum að lítill hópur stuðningsmanna Dynamo Kiev beindi kynþáttaníð að leikmanni okkar á lokamínútum leiksins í Kænugarði," segir í yfirlýsingu frá Chelsea.

„Við fordæmum þessa hegðun og höfum kært til UEFA. Við reiknum með að evrópska knattspyrnusambandið muni rannsaka málið og bregðast rétt við."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner