Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. mars 2019 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Joao Felix vill frekar fara í spænska boltann
Mynd: Getty Images
Joao Felix, 19 ára sóknarmaður Benfica, er gríðarlega eftirsóttur um þessar mundir. Portúgalskir fjölmiðlar segja félagið hafa hafnað 60 milljón punda boði í ungstirnið.

Felix, sem verður ekki tvítugur fyrr en í nóvember, er búinn að gera 10 mörk í 18 deildarleikjum á tímabilinu og hefur vakið áhuga helstu stórliða Evrópu á sér.

Felix er búinn að skora mikilvæg mörk gegn Sporting og Porto í titilbaráttunni og er honum gjarnan líkt við Cristiano Ronaldo.

„Ronaldo er goðsögn og fyrirmynd fyrir alla knattspyrnumenn. Ég er ekki nálægt því að vera jafn góður og hann en er ótrúlega spenntur fyrir að spila með honum í landsliðinu," sagði Felix í viðtali við Marca.

„Ég er ekki að hugsa um að skipta um félag sem stendur, ég er einbeittur að því að berjast um titilinn með Benfica. Draumurinn minn hefur alltaf verið að spila fyrir stærstu félög í Evrópu. England eða Spánn? Frekar Spánn."

Felix er samningsbundinn Benfica til 2023 og hljóðar söluákvæðið í samningi hans uppá 120 milljónir evra. Hann er fjölhæfur sóknarmaður og getur leyst margar stöður af hólmi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner