Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. mars 2019 22:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Juventus ræðir um De Ligt við Mino Raiola
Mynd: Getty Images
Matthijs de Ligt, nítján ára miðvörður Ajax, er einn af efnilegustu varnarmönnum heims. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við flest stærstu lið heims en mest þó við Barcelona.

Juventus ætlar að reyna koma í veg fyrir að hann fari til Barcelona en yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, Fabio Paratici ætlar að hitta umboðsmann De Ligt í landsleikjafríinu.

Umboðsmaðurinn er hinn umdeildi Mino Raiola. Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, sagði um helgina að hann vissi ekki hvert De Ligt myndi fara í sumar.

Ljóst er að áhuginn er mikill á De Ligt en fróðlegt verður að sjá hvert eða hvort hann fari í sumar. Samherji hans hjá Ajax, Frenkie De Jong, hefur nú þegar skrifað undir hjá Barcelona og þess vegna er Barcelona talinn líklegasti áfangastaður De Ligt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner