Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. mars 2019 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Lindelöf gefur ekki kost á sér í landsliðið
Mynd: Getty Images
Victor Lindelöf, leikmaður Manchester United, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í sænska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Rúmeníu og Noregi.

Sænski miðvörðurinn hefur spilað mjög vel í búningi Manchester United síðan að Ole Gunnar Solskjær tók við í desember.

Sænskir fjölmiðlar halda því fram að Lindelöf hafi ekki gefið kost á sér vegna persónulegra aðstæða.

„Þetta er auðvitað svekkjandi niðurstaðan en ég sýni þessari ákvörðun skilning og virði hana," segir Janne Anderson, landsliðsþjálfari Svía.

Svíar eru í riðli með Spáni, Möltu, Færeyjum og auðvitað Noregi og Rúmeníu í undankeppni EM 2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner