Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. mars 2019 17:08
Ívan Guðjón Baldursson
Luke Shaw dregur sig úr hópnum - Hudson-Odoi kemur inn
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate er búinn að velja Callum Hudson-Odoi, ungstirni Chelsea, í enska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Tékklandi og Svartfjallalandi í undankeppni EM 2020.

Það myndaðist pláss fyrir kantmanninn sem er aðeins 18 ára gamall þegar John Stones, Fabian Delph og Ruben Loftus-Cheek drógu sig úr landsliðshópnum fyrr í dag vegna meiðsla.

Hudson-Odoi gæti því spilað sinn fyrsta A-landsleik í landsleikjahlénu en hann á 28 leiki að baki fyrir yngri landsliðin.

James Ward-Prowse, miðjumaður Southampton, var einnig kallaður upp í landsliðshópinn fyrr í dag.

Luke Shaw hefur einnig dregið sig úr landsliðshópnum og því mun Southgate væntanlega gefa enn fleiri leikmönnum tækifæri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner