Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. mars 2019 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mirror: Arsenal berst við United um Perisic
Atletico Madrid einnig á eftir honum
Mynd: Getty Images
Breski fjölmiðillinn Daily Mirror fjallar um það í dag að Arsenal, Manchester United og Atletico Madrid berjist um að fá Ivan Perisic leikmann Inter til liðs við sig.

Mirror segir einnig frá því að leikmaðurinn kosti á bilinu 30-35 milljónir punda. Arsenal er sagt hafa reynt að fá Perisic í janúar en ekki tekist að klófesta leikmanninn.

Perisic var hluti af króatíska landslinu sem komst í úrslitaleik HM í Rússlandi í fyrra. Hann hefur verið lykilmaður hjá Inter síðan hann kom þangað árið 2015.

Perisic er þrítugur og ætti því að eiga nokkur ár eftir á tankinum. Perisic getur spilað á báðum köntunum eða fyrir aftan framherja en líður best á vinstri kantinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner