Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. mars 2019 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: Fimm eftirminnilegustu þrennur Messi
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Lionel Messi, leikmaður Barcelona og argentíska landsliðsins, skoraði í gærkvöldi sína 51. þrennu á ferlinum. Barcelona vann Betis 1-4 í gærkvöldi og hefur góða forystu á toppi deildairnnar.

Í tilefni af þrennunni tók GiveMeSport saman fimm eftirminnilegustu þrennur kappans á ferlinum.

Númer 5: Levante 0-5 Barcelona (2018)

Tíu dögum fyrir leikinn sagði brasílíska goðsögnin Pele að Messi væri einfættur. Nokkrum dögum eftir það var Luka Modric valinn besti leikmaður í heimi. Þetta kveikti líklega aðeins í Messi en hann skoraði fyrsta markið sitt með sínum 'veikari' hægri fæti.

Númer 4: Barcelona 4-0 Ajax (2013)

Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í Meistaradeildinni kvöldið áður og Messi svaraði strax daginn eftir. Fyrsta markið kom úr aukaspyrnu.

Númer 3: Ekvador 1-3 Argentina (2017)

Mögulega mikilvægasta þrenna Messi á ferlinum. Argentína þurfti að vinna til að komast á HM í Rússlandi. Messi var allt í öllu hjá Argentínu og skaut þeim á HM. Þriðja markið var einkar fallegt en það má sjá hér að neðan.




Númer 2: Real Betis 1-4 Barcelona (2019)

Þrennan í gærkvöldi var frábær. Fyrsta markið kom úr góðri aukaspyrnu og annað eftir fallegan samleik við Luis Suarez. Þriðja markið var samt það fallegasta. Messi vippaði þá boltanum með frábæru skoti yfir markvörð Real Betis. Það mark má sjá hér að neðan.




Númer 1: Barcelona 3-3 Real Madrid (2007)

Fyrsta þrenna Messi varð fyrir valinu sem sú besta hjá Messi. Messi var einungis nítján ára gamall þegar hann skoraði þrennu fyrir framan 98000 manns. Sergio Ramos og Ivan Helguera, varnarmenn Real Madrid, sváfu líklega ekki vel eftir þennan leik. Mörkin má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner