Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. mars 2019 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Ospina fluttur á sjúkrahús í miðjum leik
Ospina fluttur af velli í kvöld.
Ospina fluttur af velli í kvöld.
Mynd: Getty Images
Það átti sér stað óhugnalegt atvik í leik Napoli og Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar David Ospina, markvörður Napoli, hneig niður.

Ospina þekkja flestir knattspyrnuáhugamenn en hann er á láni hjá Napoli frá Arsenal.

Markvörðurinn fékk skurð á hausinn í upphafi leiksins eftir árekstur við Ignacio Pussetto, leikmann Udinese. Ospina fékk aðhlynningu frá sjúkraþjálfurum og voru settar sáraumbúðir utan um hausinn á honum. Hann hélt síðan áfram að spila.

Stuttu eftir það féll hann til jarðar og á vellinum þegar enginn var nálægt.

Napoli hefur nú staðfest það að Ospina hafi farið í sneiðmyndatöku sem að hafi komið vel út. Hann verður þó á sjúkrahúsi í að minnsta kosti sólarhring.


Athugasemdir
banner
banner