Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. mars 2019 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Sarri getur ekki útskýrt hvað gerðist
Mynd: Getty Images
Everton hafði betur gegn Chelsea þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leiknum lauk með 2-0 sigri Everton en Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Everton í leiknum.

„Ég veit ekki almennilega hvað gerðist. Leikmennirnir vita ekki sjálfir hvað gerðist, ég get ekki útskýrt það nánar," sagði Sarri eftir leikinn í gær.

„Að mínu mati spiluðum við besta hálfleik sem að við höfum spilað á leiktíðinni í fyrri hálfleik. Við hefðum getað skorað fjögur eða fimm mörk. Svo í síðari hálfleik þá hættum við að spila."

Bæði mörk Everton komu í seinni hálfleik. Það fyrra skoraði Richarlison og síðara Gylfi Þór.

„Það er mjög erfitt að kyngja þessu. Við urðum bara eitthvað allt annað lið í síðari hálfleik. Við ræddum í hálfleik um það að við værum á góðri leið og þyrftum ekki að breyta neinu, bara halda áfram."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner