Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. mars 2019 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Stjórnendur Chelsea funda um framtíð Sarri
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að stjórnendur Chelsea hafa áhyggjur af gengi liðsins undir stjórn Maurizio Sarri.

Chelsea tapaði 2-0 fyrir Everton í gær og vöktu þau úrslit áhyggjur stjórnenda en liðið er þremur stigum frá Meistaradeildarsæti þegar átta umferðir eru eftir af tímabilinu.

Framtíð Sarri er því í mikilli óvissu og gæti hann verið rekinn í landsleikjahlénu. Það eru þó ekki margir stjórar sem vilja starfið hans, sérstaklega eftir að félagið var dæmt í eins árs félagaskiptabann.

Chelsea er þó komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 8-0 sigur gegn Dynamo Kiev, 3-0 heima og 0-5 úti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner