Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. mars 2019 14:32
Elvar Geir Magnússon
Peralada, Katalóníu
Undirbúningur Íslands hafinn í Peralada
Icelandair
Götur Peralada eru gríðarlega þröngar.
Götur Peralada eru gríðarlega þröngar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðshópurinn er kominn saman hér í Pearalada á Spáni þar sem undirbúningurinn fyrir leikina gegn Andorra og Frakklandi fer fram, fyrstu leikina í undankeppni EM.

Liðið mun á eftir taka sína fyrstu æfingu en Fótbolti.net fylgir liðinu að sjálfsögðu eftir og flytur fréttir af öllu sem máli skiptir.

Einnig verður hægt að fylgjast með bak við tjöldin á samfélagsmiðlum okkar, til dæmis á Instagram.

Hér í Peralada mun liðið taka þrjá æfingadaga áður en haldið verður til Andorra á fimmtudaginn en daginn eftir verður leikið gegn heimamönnum.

Eftir þann leik verður ferðast til borgar ástarinnar, Parísar, þar sem heimsmeistarar Frakklands verða mótherjar næsta mánudag.

Peralada er í Katalóníu og um allan bæ má sjá fána Katalóníu og gulu slaufuna sem er táknmyndin fyrir sjálfstæðisbaráttuna. Um er að ræða lítinn rólegan og gamaldags spænskan bæ með tæplega 2 þúsund íbúa.

Vinsælasti ferðamannapunktur bæjarins er Peralada kastalinn en hann má sjá á mynd hér að neðan.

Fyrsta æfing Íslands verður 16:00 að íslenskum tíma, 17:00 að staðartíma.

Smelltu hér til að sjá landsliðshópinn

Sjá einnig:
Hlustaðu - Landsliðsumræða úr útvarpsþættinum
Athugasemdir
banner
banner
banner