Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. mars 2019 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Valverde spenntur fyrir leikjunum gegn Man Utd
Mynd: Getty Images
Barcelona og Manchester United mætast í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en dregið var á föstudag.

Ernesto Valverde, stjóri Barcelona kveðst spenntur fyrir einvíginu gegn Manchester United.

„Þetta verða tveir erfiðir leikir. Það hefði verið það sama uppá teningnum hefðum við fengið önnur lið, þegar það er komið svona langt í keppninni þá eru leikirnir erfiðir," segir Valverde.

„United á sér stóra og mikla sögu í Evrópuboltanum. Ég er mjög spenntur fyrir þessum leikjum en geri mér þó grein fyrir því að þetta verður mjög erfitt verkefni."

„Þeir hafa verið að ná í flott úrslit að undanförnu og ég á von á jöfnu einvígi þar sem að bæði lið geta unnið."

Fyrri leikurinn verður spilaður á Old Trafford þann 10. apríl og síðari leikurinn á Camp Nou viku síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner