Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. mars 2019 14:30
Arnar Daði Arnarsson
Víkingur vonast til að fá leikmann frá Sogndal á láni
Víkingar gætu verið að bæta við sig manni.
Víkingar gætu verið að bæta við sig manni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. vonast til að geta fengið miðjumanninn, Mohamed Didé Fofana á láni frá norska félaginu Sogndal. Þetta staðfesti Arnar Gunnlaugsson í samtali við Fótbolta.net.

Mohamed Didé Fofana var á reynslu hjá Víkingi á dögunum og heillaði hann þjálfarateymi Víkings.

Mohamed Didé Fofana er tvítugur miðjumaður sem kemur frá Gíneu og er samningsbundinn norskafélaginu Sogndal. Hann lék 14 mínútur með Sogndal í norsku 1. deildinni á síðustu leiktíð.

„Við erum í sambandi við Sogndal og erum að skoða atvinnumannaleyfi fyrir hann hér á landi. Það tekur allt sinn tíma og eina sem er í stöðunni núna er bara að bíða eftir pappírum og sjá hvað gerist."

„Hann getur spilað allar stöður á miðjunni og getur líka leikið í miðverðinum. Hann er flottur strákur og það er greinilegt að hann kann leikinn," sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings í Pepsi Max deildinni í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner