Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. mars 2019 10:28
Ívan Guðjón Baldursson
Ward-Prowse í landsliðshópinn - Stones meiddur
Ward-Prowse, fæddur 1994, á einn A-landsleik að baki.
Ward-Prowse, fæddur 1994, á einn A-landsleik að baki.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate hefur ákveðið að kalla miðjumanninn James Ward-Prowse upp í enska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Tékklandi og Svartfjallalandi í undankeppni EM 2020.

Ward-Prowse fékk lítinn spilatíma á fyrri hluta tímabilsins en hefur verið feykilega öflugur eftir áramót og er kominn með sex mörk í síðustu níu úrvalsdeildarleikjum Southampton.

Ward-Prowse tekur sæti Ruben Loftus-Cheek í hópnum en hann þurfti að draga sig til baka vegna meiðsla, rétt eins og Fabian Delph og John Stones leikmenn Manchester City.

Það er hins vegar búist við því að Jordan Henderson verði klár í tæka tíð þrátt fyrir að hafa misst af leik gegn Fulham um helgina.

England fær Tékkland í heimsókn á föstudaginn og heimsækir Svartfjallaland næsta mánudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner