Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. mars 2019 22:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Xavi: Messi besti leikmaður sögunnar
Mynd: Getty Images
Lionel Messi skoraði sína 51. þrennu á ferlinum í gærkvöldi. Á sama tíma vann hann sinn 477. leik í treyju Barcelona.

Hann jafnaði einnig leikjafjölda Andres Iniesta hjá félaginu með sínum 674. leik. Messi hefur skorað 588 mörk fyrir félagið.

Xavi, fyrrum liðsfélagi Messi hjá Barcelona, vann 476 leiki í treyju Barcelona og tjáði sig á Sky Sports í dag um fyrrum liðsfélaga sinn.

„Hann verður betri með hverjum deginum. Hann er ótrúlegur. Í mínum huga er hann besti leikmaður í sögu knattspyrnunnar," sagði Xavi.

„Það sem hann er að gera er stórkostlegt. Hann gerir gæfumuninn í nánast öllum leikjum, eins og hann hefur gert síðustu tólf árin. Að spila með honum og verða vitni af þessum gæðum var ótrúlegt. Enginn vafi í mínum huga að hann sé sá besti."

Messi og Xavi spiluðu saman í ellefu tímabil og unnu 24 titla saman. Xavi spilar nú í Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner