Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. mars 2020 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Özil kallaður tyrkneskt svín - Ákvað að hætta með landsliðinu
Mynd: Getty Images
Mesut Özil ákvað árið 2018 að hætta að leika með þýska landsliðinu. Sú ákvörðun var umdeild þar sem Özil er í dag einungis 31 árs gamall.

Özil er fæddur í Þýskalandi en er þriðju kynslóðar Tyrki. Hann er og hefur verið umdeildur fyrir sínar póltísku skoðanir og sagði frá því á dögunum af hverju hann hætti að leika með landsliðinu.

„Þegar við duttum út á HM fór ég af velli og þýskir áhorfendur kölluðu fúkyrðum að mér," sagði Özil.

„Mér var sagt að fara heim til míns heimalands. Mér var sagt að fara í rassgat og ég var kallaður tyrkneskt svín og fleira."

Özil lék alls 92 landsleiki og skoraði í þeim 23 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner