Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 18. mars 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Real Madrid á eftir hinum 17 ára Camavinga
Camavinga í leik gegn Paris Saint-Germain.
Camavinga í leik gegn Paris Saint-Germain.
Mynd: Getty Images
Spænska stórveldið Real Madrid lítur hýrum augum til Eduardo Camavinga, miðjumanns Rennes í Frakklandi. Camavinga er aðeins 17 ára gamall.

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er að leita að leikmanni sem getur verið til vara fyrir Casemiro á miðjunni og að sögn spænska blaðsins Marca þá er Camavinga ofarlega á óskalistanum.

Camavinga er djúpur miðjumaður sem hefur leikið 36 leiki með aðalliði Rennes þrátt fyrir ungan aldur.

Hann þykir mikið efni, en Real finnst það ekki leiðinlegt að kaupa unga og efnilega leikmenn. Real hefur á síðustu tveimur árum keypt gríðarlega efnilega leikmenn frá Brasilíu; þá Vinicius, Rodrygo og Reinier.

Núna gæti Camavinga verið að koma frá Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner