Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 18. mars 2020 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tími Keita hjá Liverpool að líða undir lok?
Mynd: Getty Images
Naby Keita hefur ekki alveg náð að festa sig í sessi hjá Liverpool frá komu sinni frá RB Leipzig sumarið 2018.

Mikið var látið með Keita en hann hefur ekki staðist allar væntingar. Keita hefur komið við sögu í 34 deildarleikjum fyrir Liverpool og skorað í þeim þrjú mörk.

Sögur á Englandi og í Þýskalandi eru á þann veg að Keita gæti verið á leið burt frá Liverpool.

Samkvæmt heimildum Bild er RB Leipzig, fyrrum félag Keita, mögulegur áfangastaður miðjumannsins. Þó eru þrír hlutir sagðir mögulega standa í vegi fyrir því að Leipzig fái Keita til baka.

Keita er sagður fá um 11 milljónir punda í árslaun sem er ekki heillandi fyrir Leipzig. Félagið vill helst kaupa leikmenn 24 ára og yngri og Keita er orðinn 25 ára. Einnig er horft á Keita sem fótboltamann í hæsta gæðaflokki og er Leipzig vant að reyna við leikmenn í hillu fyrir neðan með möguleikan á að selja þann leikmann áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner