Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 18. mars 2021 11:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City líklegast til að krækja í Grealish
Mynd: Getty Images
Manchester City er líklegasta félagið til að krækja í Jack Grealish frá Aston Villa í sumar. Þetta kemur fram á Daily Mail.

Hinn 25 ára gamli Grealish er einn stærsti bitinn á markaðnum eftir stórkostlega frammistöðu með Aston Villa - uppeldisfélagi sínu - á tímabilinu.

Fram kemur í grein Daily Mail að öll stærstu félög Englands hafi áhuga á honum

Aston Villa vill fá að minnsta kosti 100 milljónir punda fyrir fyrirliða sinn og er Man City í bestu stöðunni fjárhagslega á Covid-tímum til að næla í hann.

Pep Guardiola, stjóri Man City, er mikill aðdáandi Grealish og leikmaðurinn sjálfur er sagður spenntur fyrir því að ganga til liðs við City. Hann sagði nýverið að Kevin de Bruyne, miðjumaður City, væri sinn uppáhalds fótboltamaður.

Man City er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með gott forskot.
Athugasemdir
banner
banner
banner