Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 18. apríl 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allegri verði áfram þrátt fyrir vonbrigðin gegn Ajax
Massimiliano Allegri.
Massimiliano Allegri.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte hefur verið án starfs síðan hann yfirgaf Chelsea síðasta sumar.
Antonio Conte hefur verið án starfs síðan hann yfirgaf Chelsea síðasta sumar.
Mynd: Getty Images
Massimilano Allegri, stjóri Juventus, segist ekki vera á förum þrátt fyrir vonbrigðin miklu að hafa fallið úr leik gegn Ajax í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Juventus keypti Cristiano Ronaldo síðasta sumar og var félagið talið eitt það sigurstranglegasta í Meistaradeildinni.

Ajax átti að vera lítil fyrirstaða en Hollendingarnir sýndu hversu gott lið þeir eru með og slógu út Ítalíumeistarana.

Hinn 51 árs gamli Allegri hefur stýrt Juventus frá 2014 með flottum árangri. Undir hans stjórn hefur Juventus orðið deildar- og bikarmeistari fjögur tímabil í röð. Hann hefur einnig komið liðinu tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Báðir úrslitaleikirnir hafa hins vegar tapast.

Eftir leikinn í gær sagði Allegri að það væri klárt mál að hann yrði áfram.

„Ég hef nú þegar talað við forseta félagsins, ég verð áfram á næsta tímabili og við erum byrjaðir að plana fyrir næstu leiktíð," sagði Allegri.

Juventus nægir jafntefli gegn Fiorentina á laugardag til þess að tryggja sér meistaratitilinn á Ítalíu áttunda árið í röð.

Conte aftur til Juventus?
Heimildarmenn Sky Sports virðast ekki svo vissir um að Allegri verði áfram stjóri Juventus. Samkvæmt heimildum miðilsins hafa forráðamenn félagsins heyrt í Antonio Conte.

Conte er fyrrum stjóri Juventus, en hann var síðast hjá Chelsea á Englandi.

Juventus á að hafa heyrt í Conte ef ske kynni að Allegri myndi yfirgefa félagið í sumar.

Conte er líka orðaður við Inter.
Athugasemdir
banner