Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. apríl 2019 21:39
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti: Getum ekki keppt fjárhagslega
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti var svekktur eftir tap Napoli gegn Arsenal í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar fyrr í kvöld. Arsenal vann leikinn 0-1 og viðureignina 3-0 samanlagt.

Alexandre Lacazette skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu á 36. mínútu og þá þurfti Napoli að skora fjögur til að komast áfram.

„Leikurinn varði bara í hálftíma í kvöld. Við fengum tvö dauðafæri til að komast yfir en nýttum þau ekki og það kom í bakið á okkur," sagði Ancelotti að leikslokum.

„Eftir markið þeirra misstum við haus, verkefnið var orðið ómögulegt. Við höfum verið slakir í sóknarleiknum að undanförnu og vorum aftur lélegir í kvöld. Við erum of hægir og eigum erfitt með að klára færin. Við spiluðum ekki næstum því jafn vel og við gerðum í riðlakeppninni."

Napoli lagði Liverpool að velli í riðlakeppninni og gerði jafntefli við Paris Saint-Germain bæði heima og úti.

„Ég held að mesti munur liðanna sé fjárhagslegur. Við getum ekki eytt sömu upphæðum og Arsenal. Juventus er eina liðið í ítalska boltanum sem fær nægilega mikið af tekjum inn til að keppast við ensku félögin.

„Það kemur mér á óvart að Juventus hafi ekki komist í undanúrslitin. Þeir munu komast þangað á næsta ári."

Athugasemdir
banner
banner