fim 18. apríl 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin í dag - Ensku liðin í góðri stöðu
Ná lærisveinar Ancelotti að koma til baka gegn Arsenal?
Ná lærisveinar Ancelotti að koma til baka gegn Arsenal?
Mynd: Getty Images
Það skýrist í dag hvaða fjögur lið það verða sem fara í undanúrslitin í Evrópudeildinni.

Tvö ensk lið eru eftir og eru þau bæði í mjög flottum málum fyrir daginn. Arsenal fer með 2-0 forystu til Ítalíu þar sem Napoli er mótherjinn. Napoli er þó með sterkt lið og klókan þjálfara og ekki hægt að útiloka endurkomu fyrir kvöldið.

Chelsea mætir tékkneska liðinu Slavia Prag, sem hefur komið öllum á óvart með því að komast svona langt. Chelsea vann 1-0 sigur í fyrri leiknum á útivelli með marki seint í leiknum.

Þá er Valencia í góðum málum í einvígi sínu gegn Villarreal og Benfica í ágætis málum gegn Frankfurt.

Leikir dagsins:
19:00 Napoli - Arsenal (0-2 - Stöð 2 Sport 4)
19:00 Valencia - Villarreal (3-1 - Stöð 2 Sport 3)
19:00 Frankfurt - Benfica (2-4)
19:00 Chelsea - Slavia Prag (1-0 - Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner