Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. apríl 2019 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Færeyjar: Íslendingaliðin skoruðu sjö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Páskarnir byrja vel hjá íslensku þjálfurunum í færeyska boltanum því HB Þórshöfn og NSÍ Runavík unnu heimaleiki sína í dag.

Lærisveinar Heimis Guðjónssonar í HB höfðu betur í hörkuleik gegn AB Argir. Gestirnir jöfnuðu þrisvar sinnum en HB vann að lokum 4-3. Adrian Justinussen var hetja HB og skoraði tvö síðustu mörk liðsins.

Brynjar Hlöðversson lék allan leikinn í liði HB sem er í fimmta sæti, með níu stig eftir sex umferðir.

Guðjón Þórðarson náði þá í þrjú stig gegn Ítróttarfélagi Fuglafjarðar þrátt fyrir að hafa verið 0-1 undir í hálfleik.

NSÍ skoraði þrjú mörk í síðari hálfleik og er í fjórða sæti, með einu stigi meira en HB. AB og ÍF verma botnsæti deildarinnar.

HB Þórshöfn 4 - 3 AB Argir

NSÍ Runavík 3 - 1 ÍF
Athugasemdir
banner
banner