Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. apríl 2019 21:16
Elvar Geir Magnússon
Hannes byrjar Pepsi Max-deildina í leikbanni
Hannes fékk klaufalegt rautt spjald.
Hannes fékk klaufalegt rautt spjald.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson verður í leikbanni í fyrsta leik Vals í Pepsi Max-deildinni á þessu tímabili.

Hannes, sem gekk í raðir Íslandsmeistarana nýlega, fékk rauða spjaldið í leik Vals og Stjörnunnar í Meistarakeppni KSÍ en leikurinn stendur yfir.

Hannes fékk rautt í lok fyrri hálfleiksins en Meistarakeppni KSÍ og Íslandsmót telja saman varðandi agaviðurlög.

„Hannes með hrikaleg mistök og missir boltann til Þorsteins Más og brýtur svo á honum rétt fyrir utan vítateig. Framtíð Antons Ara hefur verið mikið í umræðunni eftir að Valsmenn sömdu við Hannes en hann fær nú frábært tækifæri til að sanna sig eftir afdrifarík mistök landsliðsmarkvarðarins," skrifaði Arnór Heiðar Benónýsson sem textalýsir leiknum.

Hannes verður í banni þegar Valur mætir Víkingi Reykjavík í opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar á föstudaginn í næstu viku. Ljóst er að Anton Ari Einarsson verður í markinu í þeim leik.

Staðan í leiknum milli Vals og Stjörnunnar er markalaus þegar þessi frétt er skrifuð.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum


Þú getur keypt Anton Ara og Hennes Þór í þitt draumalið. Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
Athugasemdir
banner