fim 18. apríl 2019 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henry er í viðræðum við New York Red Bulls
Mynd: Getty Images
Thierry Henry er í viðræðum um að taka við sem knattspyrnustjóri New York Red Bulls í MLS-deildinni. Sky Sports greinir frá þessu.

Fyrsta verkefni Henry sem knattspyrnustjóri endaði með hörmungum. Hann var ráðinn til Mónakó í október á síðasta ári og rekinn í janúar eftir slakt gengi.

En Henry er nú inn í myndinni hjá New York Red Bulls. Hann endaði leikmannaferil sinn hjá félaginu, spilaði þar frá 2010 til 2014.

Henry var mgnaður leikmaður en hann á svo sannarlega eftir að sanna sig sem þjálfari/knattspuyrnustjóri.

New York Red Bulls er í augnablikinu í níunda sæti Austurdeildar MLS-deildarinnar. Liðinu hefur aðeins tekist að vinna einn af síðustu sex leikjum sínum.


Athugasemdir
banner
banner