Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 18. apríl 2019 12:15
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Jónatan Ingi.
Jónatan Ingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH er spáð þriðja sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Samhliða spánni er einn leikmaður í hverju liði sem sýnir á sér hina hliðina.

Hjá FH er það Jónatan Ingi Jónsson sem sýnir á sér hina hliðina.

Þú getur keypt Jónatan Inga í Draumaliðið þitt. Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita og Fótbolta.net!

Fullt nafn: Jónatan Ingi Jónsson

Gælunafn: Mér er svo sem alveg sama hvað ég er kallaður. Johny og Jonna Fraser hefur verið notað.

Aldur: Tvítugur

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti official leikurinn var í Apríl 2018 á móti ÍR sólinni í Egilshöll.

Uppáhalds drykkur: Tropical Nocco og Eplasvali

Uppáhalds matsölustaður: Pulsubarinn í Hafnarfirði er með allt upp á 10. Eigandinn er reyndar pínu svindlari á æfingum.

Hvernig bíl áttu: Mözdu.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Hef ekki þolinmæði í seríur. En allt með Audda, Sveppa, Steinda og Peter Sigfusion hef ég horft á óþæginlega oft.

Uppáhalds tónlistarmaður: Enginn einn sérstakur, en sing með öllu þó ég kunni ekkert að syngja.

Uppáhalds samskiptamiðill: Twitter

Fyndnasti Íslendingurinn: Kærastan mín heldur að hún sé ógeðslega fyndin og ég leyfi henni að halda það. Hendi þessu á Petur Jóhann Sigfusion.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, þrist og major key Gúmmibangsar.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: ''Can I call you later?''

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Eldgamla aldrei segja aldrei :/

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Frenkie de Jong leikmaður Barca var alveg ágætur.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Leeroy Echteld þjálfari hjá AZ var geggjaður. Blanda af gamla og nýja skólanum.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Jón Dagur Þorsteinsson, tuðaði vel og gerði allt til að vinna, en var ógeðslega góður.

Sætasti sigurinn: Vinna Shellmótið er ofarlega.

Mestu vonbrigðin: Tapa undan úrslitum í vító með U15 landsliðinu á Ólympíuleikunum í Kína og að komast ekki á lokamót EM U17.

Uppáhalds lið í enska: United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Hilmar Árni

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Taka þessa hlaupabraut og byggja 20 þúsund manna völl.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Arnór Sig og Willum fá að deila þessu.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Daníel Hafsteinsson is a beauty

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Kristín Fjóla Sigþórsdóttir.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Leo Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Það er einn maður á lausu í FH liðinu og það er Daði Freyr markmaður. Hann virðist taka hlutverki sínu alvarlega sem fulltrúi okkar í þessum málum.

Uppáhalds staður á Íslandi: Rúmið mitt heima.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:
Nokkur sem koma í huga og eitt af því er eina rauða spjaldið sem ég hef fengið á ferlinum sem er kannski ekki beint skemmtilegt atvik reyndar. Við vorum að spila í úrslitakeppninni í 5. flokki í undanúrslitum á móti Fylki. Það var smá basl á okkur og Kolbeinn Birgir Finnsson var að reynast okkur erfiður. Ég var búinn að taka eftir því að dómarinn var með mjög sérstaka rödd og talaði með mjööög skrækum tón. Hann dæmdi síðan glórulaust brot á mig og ég öskraði eitthvað á hann, hann svaraði um að þetta væri brot og ég endurtók nákvæmlega það sem hann sagði nema í nákvæmlega sömu tóntegund og hann. Það var greinilega viðkvæmt mál hjá honum og ég fékk réttilega rautt spjald, fór síðan fyrir bakvið markið okkar og hágrét restina af leiknum.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Segi kærustunni að hætta að tala.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Handbolta, Körfubolta og golfi

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Var alltaf í Magista og er að reyna halda í gamla svoleiðis, annars Nike Phantom

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Er geggjaður í öllu þótt þetta sé misskemmtilegt.

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Draumur um Nínu

Vandræðalegasta augnablik:
Ofarlega er þegar við fjölskyldan vorum í skíðafríi á Ítalíu fyrir mörgum árum og eftir langan dag þá ákveð ég að standa við hliðin á brekkunum og kasta snjóboltum í þá sem voru að skíða framhjá. Það vildi svo heppilega til að Óli Jó þáverandi landsliðsþjálfari Íslands þurfti akkurat að verða fyrir einum snjóbolta sem fór beint í hausinn á honum. Pabbi sagði mér svo frá því hver þetta var og ég var þokkalega viss að ég yrði aldrei valinn í nein landslið það sem eftir var.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Jón Dag Þorsteinsson og Kolbein Birgi Finsson til að ég og JD gætum nýðst vel á Kolbeini. Síðan þyrfti Alex Þór Hauksson að koma með því ég á ekkert nema geggjaðar minningar með honum og meira gull af manni er grínlaust ekki hægt að finna.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Kosta bara 6.5 milljón í draumaliðsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner