Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. apríl 2019 06:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Mertesacker: Arsenal getur farið alla leið í Evrópudeildinni
Per Mertesacker.
Per Mertesacker.
Mynd: Getty Images
Arsenal mætir Napoli í kvöld í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Arsenal er með 2-0 forystu eftir fyrri leikinn í Lundúnum.

Þjóðverjinn Per Mertesacker, fyrrum leikmaður Arsenal er bjartsýnn fyrir hönd Arsenal og telur að liðið geti farið alla leið og unnið keppnina.

„Klárlega," sagði Mertesacker þegar hann var spurður hvort Arsenal gæti farið alla leið í Evrópudeildinni.

„Liðið er að berjast um sæti í topp fjórum í deildinni og er komið langt í Evrópudeildinni, liðið hefur bætt sig mikið að undanförnu."

„Fyrri leikurinn var frábær gegn Napoli en á þeirra heimavelli gæti þetta breyst fljótt, þeir eru með frábæra stuðningsmenn og það er magnað andrúmsloft á þessum velli," sagði Mertesacker, sem starfar í dag sem þjálfari í akademíu Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner