Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. apríl 2019 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: Buffon í ruglinu í gær - Kostaði næstum mark
Mynd: Getty Images
PSG tapaði í gær 3-2 gegn Nantes í frönsku Ligue 1. Tapið þýddi að liðinu tókst ekki að tryggja sér franska meistaratitilinn en líklegt verður að teljast að það gerist fyrr en síðar.

Í stöðunni 3-1 fyrir Nantes fór Gianluigi Buffon, markvörður PSG, úr vítateignum og komst inn í stungusendingu Nantes. Hann skilaði boltanum vel frá sér en hljóp svo út á kant eins og hann byggist við þríhyrningsspili.

Boltanum var leikið frá Buffon og því hann gersamlega úr leik þegar Nantes náði boltanum í kjölfarið.

Kalifa Coulibaly, leikmaður Nantes, reyndi að nýta sér það að Buffon var ekki í markinu en lélegt skot hans fór yfir markið. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner