Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. apríl 2019 15:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óhuggandi De Gea bað liðsfélaga sína afsökunar í hálfleik
Mynd: Getty Images
Manchester United tapaði 3-0 á Nývangi gegn Barcelona á þriðjudaginn. Barcelona leiddi einvígið 1-0 eftir fyrri leik liðanna á Old Trafford.

Lionel Messi skoraði fyrstu tvö mörk liðsins í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik bætti Phillpe Coutinho við þriðja marki Börsunga. Mörk Messi komu eftir mistök United manna. Það seinna eftir hræðileg mistök David de Gea, markmanns United, þar sem hann misreiknaði skot Messi og missti boltann undir sig.

Heimildarmenn The Sun segja að de Gea hafi verið gífurlega sár inn í klefa í hálfleik. Hann var brjálaður út í sjálfan sig og bað liðsfélaga sína afsökunar bæði í hálfleik og eftir leik.

Ole Gunnar Solskjær, þjálfari United, hafði þetta um markmannsmistök að segja eftir leikinn.

„Það er slæmt með markmannsmistök. Þegar þú gerir mistök þá muna allir eftir því. Hann varði samt oft á tíðum vel en stundum gerist svona í fótbolta," sagði Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner