Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 18. apríl 2019 19:56
Hafliði Breiðfjörð
Pétur: Rosalega margar stelpur á Íslandi góðar í fótbolta
Ppétur ásamt Eiði Ben aðstoðarmanni sínum hjá Val.
Ppétur ásamt Eiði Ben aðstoðarmanni sínum hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var fram og til baka fannst mér. Mér fannst við fá fullt af ágætis færum til að setja fleiri mörk. Þetta var hörkuleikur, Blikar eru með gott lið og eru meistarar," sagði Pétur Pétursson þjálfari Vals eftir 3-1 tap gegn Breiðabliki í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  3 Breiðablik


Nú styttist í Íslandsmótið og ég spurði Pétur hvert markmiðið væri í sumar, ætlar Valur að berjast um titilinn?

„Við stefnum það og ælum að reyna það. Það eru fleiri lið en við. Ég veit meira en ég gerði í fyrra og það hafa mörg lið bætt við sig og þar á meðal við. Þetta verður erfið og sterk deild í sumar."

Elísa Viðarsdóttir var ekki með Val í dag en að öðru leiti eru allar heilar. Pétur sagði að hún yrði ekki lengi frá keppni.

„Hópurinn hjá mér er nokkuð góður líkamlega. Miklu betri en á sama tíma í fyrra. Ég fékk liðið ekki almennnilega inn í fyrra fyrr en í apríl / maí en þetta lið hef ég haft saman síðan í nóvember. Það er allt annað stand á þeim núna en í fyrra," sagði Pétur sem hefur fengið tíma til undirbúnings í vetur til að kynnast kvennaboltanum og móta sitt eigið lið núna.
„Þú getur kennt mér um ef það klikkar," sagði Pétur. „Mér finnst þetta skemmtilegt og rosalega margar stelpur á Íslandi góðar í fótbolta. Það er gaman að sjá það. Ég fylgdist ekki vel með því á sínum tíma þó ég hafi fylgst með landsliðinu. Það eru margar rosalega efnilegar stelpur á Íslandi."
Athugasemdir
banner
banner