Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 18. apríl 2019 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo verður fyrstur til að vinna þrjár bestu deildirnar
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo getur orðið fyrstur til að vinna þrjár af helstu deildum heimsknattspyrnunnar þegar Juventus tekur á móti Fiorentina á laugardaginn.

Ronaldo, sem er 34 ára gamall, vann ensku úrvalsdeildina þrjú tímabil í röð með Manchester United áður en hann skipti yfir til Real Madrid.

Hjá Real náði hann nýjum hæðum. Hann vann spænsku deildina þó aðeins tvisvar sinnum en hampaði Meistaradeildartitlinum fjórum sinnum auk þess að vinna HM félagsliða þrisvar.

Juventus er að vinna sinn áttunda Ítalíumeistaratitil í röð og er Serie A talin til bestu deilda heims eftir þeirri ensku og spænsku. Hún er á svipuðum stalli og þýska deildin.

Nokkrir leikmenn hafa unnið tvær af þessum deildum en enginn hefur unnið þær allar á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner