Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. apríl 2019 10:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: TIME 
Salah: Verðum að koma betur fram við konur
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah, framherji Liverpool, var í vikunni nefndur einn af hundrað áhrifamestu einstaklingum í heimi af TIME.

Hann var í viðtali við TIME á dögunum í kjölfar valsins. Þar biðlar egypski framherjinn til allra karlkyns múslima að breyta viðhorfi sínu gagnvart konum. Hann vill að komið verði fram við þær af virðingu.

Salah talaði um mikilvægi jafnréttis. „Ég held að við verðum að breyta því hvernig við komum fram við konur í okkar kúltúr, þetta er ekki til eftirbreytni," sagði Salah.

„Það hvernig er komið fram við konur í Egyptalandi og í Mið-Austurlöndum hefur breytt viðhorfi mínu. Ég styð konur meira en ég gerði áður vegna þess að mér finnst þær eiga betra skilið heldur en nú er raunin.

Salah er einn af dáðustu sonum Egyptalands og finnur einnig fyrir miklum stuðning frá öðrum múslimum.

„Það fylgir því ábyrgð að vera fyrirmynd. Það er eitthvað sem ég er mjög stoltur af. Að vera fyrsti Egyptinn í þessari stöðu og enginn hefur gert þetta áður."

Salah sagði einnig frá því í viðtali sínu við TIME að hann lifði venjulegu lífi og væri ekki mikið fyrir það að fara út á lífið.
Athugasemdir
banner
banner
banner